Rhodiola semenowii

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
semenowii
Íslenskt nafn
Skessusvæfla
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Sedum semenowii
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænhvítur til rauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 60 sm há, jarðstönglar greinóttir, sverir, ofanjarðarstönglar með hreisturgrunnlauf.
Lýsing
Blómstönglar uppréttir, kjötkenndir, kröftugir. Laufin stakstæð, 30-70 x 33 m, bandlaga-teygð, hvassydd, heilrend, hárlaus. Blómskipunin þétt, klasakenndur skúfur, blómin allt að 9 mm í þvermál. Bikarblöð 5, flipar 4-5,5 mm, band-tígullaga, hvassydd, rauð. Krónublöð 5, 8-13 mm, grænhvít til rauðmenguð. Fræflar jafnlangir og krónublöðin. Frjóhnappar gulir, verða rauðir. Frævur fölgrænar, verða rauðar, jafn langar og krónublpðin.
Uppruni
M Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í kanta, í beð.
Reynsla
Meðalharðgerð planta, hefur reynst ágætlega á Akureyri.