Rhodiola stephanii

Ættkvísl
Rhodiola
Nafn
stephanii
Íslenskt nafn
Tindasvæfla
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Samheiti
Rhodiola crassipes, Sedum stephanii
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómalitur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 25 sm há, jarðstönglar greinóttir, ofanjarðar hlutar með hreistur, engin grunnlauf, hreisturgrunnlauf 3-5 x 3-4 mm, egglaga til aflöng.
Lýsing
Blómstönglar 10-25 sm. Laufin stakstæð, 2,5-4 x 6-12 mm, stækka eftir því sem ofar dregur á stönglinum, strjál, legglaus, breið-öfuglensulaga til dálítið mjórri, snubbótt eða hvassyd, hárlaus, skær og fremur gulgræn, jaðar djúptenntur. Blómskipunin í þéttum, 30-60 blóma skúf. blómin allt að 9 mm í þvermál. Bikarblöð 4, stöku sinnum 5, allt að 5,5 mm, flipar þríhyrndir, kjötkenndir, rjómalitir, bogadregin í oddinn, rauðmenguð. Krónublöð 4, stöku sinnum 5, 5-6,5 x 1,5-2 mm, aflöng-egglaga eða fremur lensulaga, föl rjómahvít, snubbótt. Fræflar 8, jafn langir og krónublöðin. Frjóhnappar djúp brúnrauð. Frævur fölgrænar, minni í karlblómum.
Uppruni
Síbería, A Asía, N Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í hleðslur, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Afar harðgerð tegund, er undir Rhodiola crassipes í bók HS.