Rhododendron

Nafn
Rhododendron
Ssp./var
Michx.
Íslenskt nafn
Bláfjallalyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Azalea chapmanii, Rhododendron punctatum, Rhododendron carolinianum Rehd.
Lífsform
Runni, sígrænn.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurableikur.
Blómgunartími
Mitt sumar.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Runni sem verður 3-3,6 m hár og álíka breiður eða breiðari, allt að 4,7 m í ræktun.
Lýsing
R. minus er tegund sem hefur hreistur. Runninn er breytilegur að hæð, 1- 6 m, sjaldan allt að 9 m í heimkynnum sínum. Runninn er ýmist þéttvaxinn eða opinn, útbreiddur. Smágreinarnar eru með hreistur og dökk- eða ljósgræn sígræn lauf , breytileg að stærð 5 til 12 sm löng og 2-6,5 sm breið.Laufin eru sumargræn, leðurkennd, oftast breiðoddbaugótt til lensulaga, efra borðið meira eða minna hreistrugt. Hreistrin ná næstum sama eða ná ekki saman. Laufoddurinn getur verið odddreginn, hvassyddur eða snubbóttur. Laufblaðkan er ýmist slétt eða innundin. Blómskipunin er með 4-12 blóm, oftast endastæð. Bestu garðformin eru bæði með endastæðar blómskipanir og í efri blaðöxlunum eða eru með marga blómknappa á þeirii endastæðu. Blómin ilma. Krónan er mjó til breið trektaga, djúpflipótt eð fölgræna til appelsínulita slikju. Krónan er 2-4 sm löng, litir frá purpurableika, bleika, hvíta og sjaldan fölgul. Bikarfliparnir eru 5, óreglulegir dálítið randhærðir. Eggleg er með hreistur.
Uppruni
SA N-Ameríka.
Harka
H4-6.
Heimildir
7, http://www.rosebay.orghttp://www.davesgarden.com
Fjölgun
Er auðræktuð upp af fræi.
Reynsla
Planta var keypt 2000 og gróðursett í beð 2004. Vetrarskýling frá 2004 til vors 2007. Dauð 2010.
Yrki og undirteg.
Til eru tvö afbrigðiv. minusog v. chapmaniiErlendis er til er úrval úr náttúrunni: Kolomoki með ljósbleik til hvít blóm með gulri slikjum, 'Fort Gaines' með mild bleik bl+om. 'Rockford' með djúpbleik blóm og 'Unity' með geislandi bleik blóm. Kuldaþolin yrki hafa verið ræktuð af kynbótamönnum og mælt er með þeim vestanhafs. Það eru hin hvítblóma 'Gable's form',og 'White Gem' og hin bleikblóma 'Helen Cascio' og 'Fairhaven' og 'Burn's Yellow' með fölgul blóm.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Lyngrósin er eitruð og ætti ekki að leggja hana sér til munns..