Rhododendron austrinum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
austrinum
Íslenskt nafn
Töfralyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur-appelsínugulur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 3 m hár. Ungir sprotar með mjúk hár og kirtilhár, dálítið stinnhæðir við oddinn. Börkur brúnn.
Lýsing
Brumhlífar þétt hvíthærðar. Lauf 3-9 sm, oddbaugótt til aflöng-öfugegglaga, fíndúnhærð beggja vegna en þétthærðari á neðra borði, randhærð. Blómin koma á undan laufunum eða um leið og þau, 6-15 í hverjum klasa, blómleggir 1 sm langir. Bikar 2 mm, með mislanga flipa. Króna 3,5 mm, trektlaga, krónupípan sívöl, 2 sm, víkkar snögglega upp á við, oftast bleikmenguð eða með 5 purpura rákir, krónuflipar styttri en krónupípan, gulir og appelsínulitir. Eggleg hært, með nokkur kirtilhár. Stíll 2-9 mm, með stutt hár við grunninn. Fræflar 5, 5 sinnum lengri en krónupípan. Hýði 2-2,5 sm þakin fíngerðu hári, sum eru kirtilhár. ;
Uppruni
N Ameríka.
Harka
Z6
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð í hálfskugga eða þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum trjálauf.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1994 og gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Mismikið kal, engin blóm.