Rhododendron calostrotum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
calostrotum
Ssp./var
ssp. riparioides
Höfundur undirteg.
Cullen
Yrki form
'Rock's form'
Íslenskt nafn
Þekjulyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Dvergvaxinn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Skær purpurablár.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
30(-40) sm
Vaxtarlag
Dvergrunni, sem getur orðið allt að 1 m hár.
Lýsing
Glæsileg er undirtegundin R. riparioides Rocks Form með blágrátt lauf og skær purpurablá blóm. Blómstrar óvenjumikið í apríl-maí en á það til að endurtaka blómgunina í september-október.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z6
Heimildir
http://www.garten-pur.de,http://www.rhododendron.dk
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, sveggræðsla.
Notkun/nytjar
Mjög góð planta í steinhæð og auðræktuð.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000 og gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal, blóm flest ár.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rhododendron calostrotum er mjög fallegur og eftirsóknarverður dvergrunni sem verður allt að 1 m hár. Flest form af þessari tegund eru dvergvaxin með silfurgrá lauf og stór purpuralit blóm á löngum, uppréttum legg. Eitt fallegasta kvæmið er Gigha með bleik-fjólublá blóm. Þolir veturinn vel.