Rhododendron campylocarpum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
campylocarpum
Íslenskt nafn
Bogalyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Föl brennisteinsgulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 5 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré allt að 5 m hátt, ungir sprotar með fáeina leggstutta kirtla.
Lýsing
Lauf 3-10 sm, kringlótt til oddbaugótt, 1-2,5 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus eða sjaldnar með fáein rauðmenguð kirtilhár við grunninn á neðra borði. Bikar 3-5 með bogadregna flipa með stutt kirtilhár. Krónan 2,5-4 sm, bjöllulaga, föl brennisteinsgul, stundum er blómknappurinn með rauða slikju. Með eða án bletta við grunninn. Eggleg þéttþakið kirtilhárum, stíll hárlaus eða kirtilhærður. Hýði 1-3,2 sm, bogin. &
Uppruni
Himalaja, Kína, SA Burma.
Harka
Z6
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er síuð til dæmis gegnum krónur trjáa.
Reynsla
Í Lystigarðinum er planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2006. Kelur lítið sem ekkert en hefur ekki blómstrað.