Rhododendron canadense

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
canadense
Íslenskt nafn
Kanadalyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikpurpura (sjaldan hvítur).
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Fínlegur, lauffellandi runni, allt að 1 m hár með grannar, uppréttar greinar sem eru hærðar þegar þær eru ungar.
Lýsing
Lauf 1,5- 6 sm, oddbaugótt eða aflöng, meira eða minna öfugegglaga, með niðurorpna jaðra og randhærð, dökk blágræn og dálítið stinnhærð á efra borði, með strjál hár á neðra borði, sum þeirra eru með kirtla. Bikar mjög smár, flipar mislangir, þornhærðir. Krónan allt að 2 sm, mjög opin, breið-bjöllulaga, vörin tvíklofin, sú hlið krónupípunnar sem niður snýr er klofin næstum að grunni, bleikpurpura sjaldan hvít. Fræflar 10 talsins, eggleg dúnhært og með fáeina kirtla og þornhár. Stíll hárlaus eða ögn hærður við grunninn. Hýði allt að 2-3 sm, þornhærð og dúnhærð. &
Uppruni
A N-Ameríka frá Labrador til Pennsylvaníu.
Harka
Z3
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er síuð til dæmis í gegnum krónur trjáa.
Reynsla
Í Lystigarðinum er planta sem sáð var 1990, gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur oftast lítið, blómstrar af og til.