Rhododendron catawbiense

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
catawbiense
Íslenskt nafn
Dröfnulyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól - léttur skuggi.
Blómalitur
Purpuralitur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Sígrænn, meiri á breiddina, myndar þykkni, þolir illa næðing.Runni sem getur orðið allt að 3 m hár. Ungir sprotar lóhærðir í fyrstu.
Lýsing
Lauf 6,5-11,5 sm, breiðoddbaugótt til öfugegglaga, 1,9-2,3 sinnum lengri en þau eru breið, fullvaxin hárlaus nema neðst á neðra borði. Bikar allt að 1 mm, hárlaus. Króna allt að 3-4,5 sm, trekt-bjöllulaga, oftast lilla-purpuralit með dauflitar doppur. Eggleg dúnhært með hárakrans, stíll hárlaus. Fræhýði allt að 2 sm löng. &
Uppruni
A N Ameríka.
Harka
4
Heimildir
= 1, 7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl að hausti (hormónameðferð).
Notkun/nytjar
Notuð í þyrpingar, eða stakstæð, blönduð beð.Viðkvæm og þarf vetrarskýlingu, þarf nokkurn loftraka til að þrífast. Þrífst best í jarðvegsblöndu sem samanstendur af mýramold, vel unninni laufmold og sandi.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur sem sáð var til 1991, og gróðursettar voru í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Flestar lifa enn, kala lítið og blómstra af og til.
Yrki og undirteg.
Album Blómin eru stór og hvít, en blómknapparnir eru lilla litir áður en þeir springa út. Rhododendron catawbiense Catawbiense Grandiflorum Waterer (1850) Bretland. Þetta er kvæmi/úrval af villitegundinni R. catawbiense, sem er í ræktun.Mjög harðgerður og kröftugur runni, sem er um 2,5 m hár, talinn geta orðið allt að 6 m. Blómklasarnir eru kúlulaga með lilla-purpuralit blóm, hvert og eitt með gulan blett.http://www.briggsplantpropagators.com, http://www.hirsutum.info