Rhododendron ferrugineum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
ferrugineum
Íslenskt nafn
Urðalyngrós
Ætt
Lyngrós (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
Allt að 1,5 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Sígrænn, útbreiddur, lítill runni allt að 1,5 m hár með uppréttar og/eða uppsveigðar greinar. Ungar greinar þétt hreistraðar, stundum með fáeinum þornhárum.
Lýsing
Lauf 2,8-4 sm, mjó-oddbaugótt til oddbaugótt, jaðrar ögn innundnir, dökk græn ofan, rauðbrún neðan með þétt hreistur sem skarast. Klasar með mörg blóm. Bikar með allt að 1,5 mm langa flipa með hreistur og þornhár á jöðrunum. Króna 1,2-1,7 sm, djúpbleik (sjaldan fölbleik eða næstum hvít) með hreistur og dúnhærð á ytra borði. Eggleg með hreistur. Stíll hárlaus og ekki með hreistur, um það bil tvisvar sinnum lengri en egglegið. Fræhýði með fáein hreistur, 5-7 mm.
Uppruni
M Evrópa (fjöll).
Harka
4
Heimildir
1, 7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar með hæl (hormónameðferð).
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, í kanta, í steinhæðir.
Reynsla
Nokkrar plöntur hafa verið lengi í ræktun í Lystigarðinum, kala ekkert eða lítið flest ár, blómstrar flest ár mikið. Sama er að segja um yngri plöntur, aðkeyptar eða sem hefur verið sáð til.
Yrki og undirteg.
Coccineum Blómin fagurrauð. --- Glenarn Blómin djúp rósbleik, lauf snúin. Falleg planta.