Rhododendron japonicum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
japonicum
Íslenskt nafn
Mjúklyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Azalea japonica Gray, A. mollis (S. & Z.) André.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Laxbleikur-múrsteinrauður.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, mjög greinóttur runninni, sem verður 1-2 m hár. greinar dálítið burstahærðar eða hárlausar. Hreistur vetrarbrumanna randhærð.
Lýsing
Lauf öfugegglaga til öfugegglaga-lensulaga eða öfuglensulaga, 8-10 sm löng, 2-4 sm breið, snubbótt, grunnur fleyglaga, randhærð, daufgræn ofan og með strjála hæringu, bláleit og hárlaus á neðra borði. Blómin 6-10 saman í klasa, koma á undan laufunum, ilmlaus. Bikar með litla, snubbótta flipa með grá hár á jöðrunum. Krónan breið-trektlaga, 6-8 sm breið, laxbleik-múrsteinrauð til appelsínulit með stóran appelsínulitan blett, fínhærð utan. Bikar og fræhýði líka fínhærð. Stíll hárlaus, eggleg hært. Fræflar 5, frjóþræðir langhærðir neðantil, frjóhnappar dökkbrúnir.
Uppruni
N og M Japan.
Harka
Z5
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1999 og plantað í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur mismikið, blómstrar af og til.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Mjúklyngrósin er mjög lík Kínalyngrós (R. molle (Bl.) G. Don.) og ef til vill ekki aðgrein frá henni.