Rhododendron lapponicum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
lapponicum
Íslenskt nafn
Svarðlyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Fjóliblá-bleikrauður.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
3-10 (-100) sm
Vaxtarlag
Marggreindur, jarðlægur eða uppréttur, sígrænn runni sem verður allt að 1 m hár. Laufin 4-25 × 2-9 mm, aflöng-oddbaugótt til oddbaugótt-egglaga, neðraborð móleitt til rauðbrúnt, hreistur ná saman, sum föl gulbrún, önnur rauðbrún.
Lýsing
Klasar 3-6 blóma. Bikar 1-2 mm, flipar þríhyrndir, mismikið hreistraðir, jaðrar hærðir. Króna 6,5-14 mm, breiðtrektlaga, fjólublá-bleikrauð til purpura, sjaldan hvítleit. Fræflar 5-10. Eggleg með hreistur, stíll 1-1,5 sm, lengri en fræflarnir, hreisturlaus og hárlaus. Fræhýði 4-6 mm, með hreistur.
Uppruni
Pólhverf.
Harka
Z2.
Heimildir
1,7
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beðkanta.
Reynsla
Engin reynsla. Kom sem græðlingur 2010. Talin mjög erfið í ræktun.