Rhododendron myrtifolium

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
myrtifolium
Íslenskt nafn
Klettalyngrós
Ætt
Lyngrós (Ericaceae).
Lífsform
Runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikur
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
- 50 sm
Vaxtarlag
Mjög lík R. ferrugineum en minni, sjaldan hærri en 50 sm.
Lýsing
Lauf mjó-öfugegglaga með minna hreistur á neðra borði, jaðrar ógreinilega bogtenntir. Krónan þétthærðari og með minna hreistur á ytra borði. Stíll er styttri en eða jafnlangur og egglegið.
Uppruni
A Evrópa.
Harka
Z5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem sáð var til 1991 og gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kala yfirleitt lítið, blómstra flest ár.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Ekki algeng í ræktun.