Rhododendron przewalskii

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
przewalskii
Íslenskt nafn
Turnlyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur eða fölbleikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 3 m
Vaxtarlag
Runni allt að 3 m.
Lýsing
Lauf 5-10 sm, breið-oddbaugótt, 1,8-3 sinnum lengri en þau eru breið, hárlaus ofan, að neðan með þétt, hvítleit til fölbrúna hæringu, hárin stjarnhár, hæringin stundum skammæ. Bikar örsmár, hárlaus. Króna 2,5-3,5 sm, bjöllulaga, hvít eða fölbleik með purpuralitar doppur. Eggleg og stíll hárlaus. Fræhýði allt að 2 sm.
Uppruni
Kína.
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð þar sem birtan er síuð, til dæmis gegnum krónur trjáa.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigarðinum, til hennar var sáð 1002 og hún var gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt lítið.(2010).