Rhododendron willamsianum

Ættkvísl
Rhododendron
Nafn
willamsianum
Yrki form
'Jackwill'
Höf.
(Hobbie 1945), Þýskaland.
Íslenskt nafn
Villalyngrós
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Lífsform
Sígrænn runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Rósbleikur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 60 sm
Vaxtarlag
Plantan er þétt og breiðvaxin og nær næstum 60 sm hæð á 10 árum og um 110 sm breidd. Þetta er harðgerður, sígrænn runni, flatkúlulaga, talinn þola allt að -20°C erlendis.
Lýsing
Foreldrar (♀ × ♂): ('Jacksonii' × R. williamsianum) =( R. caucasicum × 'Nobleanum Group') × R. williamsianum = [R. caucasicum × (R. caucasicum × R. arboreum ssp arboreum)] × [R. williamsianum × ]Blómin eru bjöllulaga og rósbleik, næstum hvít innan með daufum rauðum flikrum. Laufið er oddbaugótt, ljósgrænt, en ung eru þau bronslit.
Uppruni
Yrki.
Harka
H5
Heimildir
http://www.sveplantinfo.se, http://www.hirsutum.info, http://www.pflanzen-im-web.de, http://www.baumschule-horstmann.de
Fjölgun
Síðsumargræðlingar með hæl (hormónameðferð).
Notkun/nytjar
Notaður í beð með súrum jarðvegi innan um aðrar tegundir eða yrki af ættkvíslinni Rhododendron.
Reynsla
Plantan var keypt í Lystigarðinn 2000, gróðursett í beð 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Kelur yfirleitt lítið, blómstrar af og til, stundum mjög mikið.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rhododendron williamsianum Jackwill var fyrst lýst af E.H Wilson 1915, en runninn hefur verið í ræktun síðan 1908.