Ribes aciculare

Ættkvísl
Ribes
Nafn
aciculare
Íslenskt nafn
Burstarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Grossularia acicularis (Smith) Spach.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænhvít með gulleitan eða bleikan blæ.
Blómgunartími
Maí-júní, ber í ágúst.
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Líkist mjög mikið Ribes burejense F. Schmidt.Lauffellandi, þyrnóttur runni allt að 1 m hár eða dálítið hærri. Smágreinar hárlausar, 3-7 þyrnar við liðina, í krönsum, nállaga, allt að 1 sm langir, stöngulliðir töggóttir.
Lýsing
Brum aflöng, 4-6 mm, ydd, hreistur þunn. Laufleggir allt að 3 sm, hárlausir til lítillega smádúnhærðir. Blaðka laufsins breiðegglaga til hálfkringlótt, 1,5-3 × 3-5 sm, yfirleitt hárlaus, æðar á neðra borði örlítið smádúnhærðar, grunnur þverstýfður til hjartalaga, flipar 3-5, jaðrar gróflega hvass sagtenntir, oddur snubbóttur eða hvassyddur, enda flipinn álíka langur og hinir. Blóm stök eða 2-3 í stuttum klasa, tvíkynja, blómgrein 1-1,2 sm, stoðblöð egglaga til mjó-egglaga, 2-3,5 mm, 3-tauga, oftast hárlaus, blómleggir 3-6 mm, hárlausir eða með lítið eitt af kirtilhárum. Bikar grænhvítur með gulleita eða bleika slikju, krónupípan breið-bjöllulaga, 4-6 mm, hárlaus bæði á ytra- og innra borði, flipar aftursveigðir, útstæðir eða uppréttir þegar aldinið er þroskað, aflangir til spaðalaga, 5-6 mm. Krónublöð hvít, öfugegglaga, 2-3,5 mm. Fræflar ögn lengri en krónublöðin, frjóþræðir hvítir, frjóhnappar egglaga-sporvala. Eggleg hárlaus, sjaldan með örlítið af kirtilhárum. Stíll hárlaus, klofinn um ½ lengd sína. Berin rauð, hnöttótt, 1,2-1,5 sm, hárlaus eða lítið eitt kirtilhærð.
Uppruni
N-Xinjiang (Altai Shan), Mongólía, Rússland.
Harka
3
Heimildir
= Af netinu/flora of China.
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1982, kól dálítið framan af, en er annars ágæt, um 1 m há 2011.
Útbreiðsla
Vex í skógarjöðrum, klettabrekkum í 1500-2100 m hæð í heimkynnum sínum.