Ribes alpinum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
alpinum
Ssp./var
ssp. lucidum
Höfundur undirteg.
Pawl.
Íslenskt nafn
Fjallarifs, alparifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes lucidum Kit.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1,5 m
Vaxtarlag
Uppréttur, umfangsmikill runni.
Lýsing
Þessi planta er mjög frábrugðin öðru fjallarifsi í Lystigarðinum. Laufin eru mjórri en á aðaltegundinni (P. alpinum L. s.str.) með áberandi mjórri miðflipa. Berin eru hnöttótt, rauð og bragðvond.
Uppruni
Evrópa til Síberíu.
Harka
2
Heimildir
http://www.loodiskalender.ee og fleira af netinu.
Fjölgun
Græðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Ein planta með þessu nafni er til í Lystigarðinum, sem var sáð 2000. Hún var 1,1 m há 2011 og bar gnótt rauðra, súrra, ekki keimgóðra berja.
Útbreiðsla
Vex stöku sinnum í blandskógi í heimkynnum sínum.