Ribes americanum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
americanum
Íslenskt nafn
Mjallarber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-1,5 m hár, stofnar grannir, nokkuð hangandi, gulir, kirtilhærðir.
Lýsing
Lauf 5-8 sm, kringlótt, 3-flipótt, flipar yddir og sagtenntir, efra og neðra borð með gulum kirtlablettum, laufin verða skarlatsrauð til rauðbrún með aldrinum. Blómin mörg í hangandi klösum sem verða allt að 10 sm langir, gul-hvít. Berin svört, hárlaus, holdið grænt.
Uppruni
N N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
= 1, 28
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til fimm plöntur sem sáð var til 1988, þær kala ögn flest ár en eru orðnar stórar breiður og 1,1-1,5 m háar (2011).