Ribes aureum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
aureum
Íslenskt nafn
Gullrifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 2 m hár, lotinn í vextinum, með brúnar greinar, mjúkar eða dúnhærðar. Rauðleitir haustlitir.
Lýsing
Lauf 3-5 sm breið, 3-flipótt, flipar breiðir, gróftenntir, oftast slétt á báðum hliðum, en oft randhærð og á neðst laufleggjum, laufin verða rauð með aldrinum. Blómskipunin í hangandi klösum, með 5-15 blóm, blómin með kryddilm, gul. Krónublöð og bikarblöð jafn löng. Krónublöð oft með rauðri slikju. Ber 0,5 sm, hnöttótt, purpurasvört.
Uppruni
V Bandaríkin til Mexíkó.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Vetrar- og sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð, þyrpingar, undirgróður, limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta um 50 ára gömul og tvær sem sáð var til 1984. Sú elsta hefur kalið ögn flest ár, er um 2 m há og blómstrar mikið sum ár. Þær yngri kala lítið eða ekkert önnur er um 3 m há (2011).Harðgerð planta, lítt reynd hérlendis. Þolir vel klippingu.
Yrki og undirteg.
v. chrysococcum Rydb. Berin gul. ---- v. gracillimum (Cov. & Britt.) Jeps. Blómin verða rauðgul, ilmlaus. Berin gul.