Ribes burejense

Ættkvísl
Ribes
Nafn
burejense
Íslenskt nafn
Ígulrifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Grossularia burejensis. (Fr. Schmidt.)A.Berg.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur til bleikleitur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1 m hár. Greinar þéttþyrnóttar og þornhærðar.
Lýsing
Laufin 2-6 sm, kringlótt, hjartalaga við grunninn, með 3-5 snubbótta flipa, jaðrar tenntir, mjúk dúnhár og kirtilhár á efra borði. Blómin stök eða tvö og tvö saman á stuttum leggjum, 3-6 mm. Blómin bjöllulaga. Fræflarnir standa út úr blóminu. Berin 1 sm, þéttþornhærð, græn, bragðgóð.
Uppruni
NA Asía, Alaska, N Kalifornía.
Harka
5
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Ribes+burejense, www.eFloras.org, Flora of China.
Fjölgun
Sáning í sólreit að haustinu, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar. Berin eru æt, soðin eða ósoðin.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1982, kól ögn allra fyrstu árin en síðan ekkert (2011).