Ribes cynosbati

Ættkvísl
Ribes
Nafn
cynosbati
Íslenskt nafn
Rakkastikill
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Grossularia cynosbati (L.) Mill.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 1-1,5 m hár, greinar grannar, dálítið hangandi, mjög þyrnótt; þyrnarnir einfaldir eða 3-skiptir, allt að 1 sm langir (mjög sjaldan þyrnalaus).
Lýsing
Lauf 3-5 sm, kringlótt með 3-5 flipum, jaðrar skertir, sagtenntir, mjúk hár. Blómskipunin 2-3 blóma klasar, blómin bjöllulaga, græn. Bikarblöð grænbrún. Fræflar ná lítið eitt fram úr blóminu. Berin 1 sm breið, hnöttótt eða oddbaugótt, vínrauð, með þornhár, æt.&
Uppruni
A Bandaríkin.
Harka
2
Heimildir
1, 28
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Plantan er góð sem undirgróður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1980 og önnur sem sáð var til 1988, kala dálítið af og til.
Yrki og undirteg.
f. inerme Rehd. Eggleg og ber ekki þornhærð.