Ribes giraldii

Ættkvísl
Ribes
Nafn
giraldii
Íslenskt nafn
Gaddarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Lauffellandi útbreiddur runni, 2-3 m hár, náskyldur R. pulchellum. Flestir hlutar runnans eru dúnhærðir og með kirtilhár. Smágreinar eru dúnhærðar í fyrstu og kirtilhærðar, 2 þyrnar við lið, stífir, stundum ekki til staðar. Milli liðanna eru engir þyrnar eða með fáeinir, grannir þyrnar.
Lýsing
Brum grágul, aflöng, smá, hvassydd, brumhlífar smádúnhærðar á jöðrunum. Blaðstilkar 0,8-2 sm, dúnhærðir og með kirtilhár, laufblaðkan breiðegglaga, sjaldan hálfkringlótt, 1,5-3 sm, grunnur hálf-þverstýfður til grunn-hjartalaga, stundum fleyglaga, flipar 3-5, jaðrar gróftenntir og kirtilhærðir, oddar snubbóttir. Endaflipinn tígullaga til tígullaga-egglaga, lengri en hliðafliparnir. Karlklasar uppréttir, slakir, 3-7 sm, 8-20(-25)-blóma, kvenreklar 2-3 sm, 2-6 blóma, stoðblöð lensulaga til aflöng, jafnlöng til lengri en blaðstilkarnir. Bikar gulgrænn, kirtilhærður, stundum eru kirtilhárin ekki með legg. Krónupípan grunn-bikarlaga til skállaga. 2-3 × 3-4,5 mm, flipar útstæðir eftir blómfallið, aftursveigð þegar berin eru þroskuð, öfugegglaga-oddbaugótt til tungulaga, 3-4 mm. Krónublöð öfugegglaga til hálftungulaga, 1-1,5 mm. Fræflar næstum jafnlangir krónublöðunum. Eggleg stundum legglaust, kirtilhært. Stíll ögn lengri en fræflarnir, með tvo flipa í toppinn. Berin rauð, hnöttótt, 0,6-0,8 sm, dúnhærð, verða hárlaus með aldrinum, kirtlar með leggi eða legglausir.
Uppruni
Kína ( A Gansu, Liaoning, Shaanxi, SV Shanxi).
Heimildir
1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=20001072, Flora of China
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð ar til 1983, hafa kalið dálítið flest ár.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Skógar á sjávarströnd, trjáþykkni í brekkum, giljum, skurðbakkar, vegkantar frá sjávarborði og upp í miðjar hlíðar.