Ribes glandulosum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
glandulosum
Íslenskt nafn
Kirtilrifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes ruizii Rehder
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Kaldir, rakir staðir.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Maí-Júní.
Hæð
Allt að 40 sm
Vaxtarlag
Kröftugur, lágvaxinn runni um 40 sm hár. greinar jarðlægar. Sprotarnir fara mjög snemma að vaxa, verða fljótt hárlausir. Útbreitt vaxtarlag, jarðlægir stönglar skjóta rótum, mjög fallegir rauðir haustlitir.
Lýsing
Lauf 3-8 sm, kringlótt, þunn, með 5-7 flipa, slétt ofan, dúnhærð neðan, einkum á æðastrengjunum, illa lyktandi. Blómskipunin í uppréttum klösum með 8-12 blómum, rauð-hvít, fín-dúnhærð. Ber 8 mm í þvermál, rauð, kirtilþornhærð. &
Uppruni
Bandaríkin (til fjalla).
Harka
2
Heimildir
1, 28
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sem þekjuplanta, í kanta, sem undirgróður, best í runnabeð, hentar ekki með fjölærum plöntum, þar sem þeir eiga ekki möguleika í samkeppninni við kirtilrifsið.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1981 og 1984, kala ekkert, blómstra og mynda ber (2011). Kirtilrifs er gott sem þekjuplanta. Mjög harðgerð, bráðfalleg, auðræktuð planta.