Ribes × houghtonianum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
× houghtonianum
Yrki form
Rubina
Íslenskt nafn
Kastalarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
(Röda vinbär Gruppen) Rubina (Rubina Søtrips)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn með brúna slikju.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1,5-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 1,5 m hár.
Lýsing
Berin fremur smá, hnöttótt, rauð, með mildari bragð en ber af öðrum rifsyrkjum. Yrkið hefur flest ber (í samanburði við önnur rifsyrki) í hverjum klasa og myndar mikið af góðum berjum í N Svíþjóð og því er mælt með henni þar.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Getur sýkst af mjölsvepp samkvæmt sumum heimildum.
Harka
5
Heimildir
http://www.pubhort.org, http://www.vaxteko.nu, http://www.sveplantinfo.se, http://www.draglandplanteskole.no
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Gróðursetjið plönturnar með 2 m millibili.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá H.E.Östers, Luleå, Svíþjóð 1985, kól dálítið framan af og er orðinn 2 m hár 2011. Plantan er á of þurrum og skuggsælum stað og því er minna um ber en annars.
Útbreiðsla
Uppréttur runni frá N-Svíþjóð.