Ribes × houghtonianum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
× houghtonianum
Íslenskt nafn
Kastalarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes Houghton Castle
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn með brúnni slikju.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Kröftugur runni, greinar ögn kirtil-dúnhærðar. Fer seint að vaxa á vorin.
Lýsing
Plantan er lík báðum foreldrunum. (R. silvestre × R. spicatum / R. rubrum × R. spicatum).Lauf um 6 sm breið, 3-5 flipótt, lauf hærð, grunnur lítillega hjartalaga. Blómskipun 3-5 sm löng með 8-18 blómum í klasa. Blómin stærri en blómin á R. spicatum, græn með brúna slikju. Berin hnöttótt, rauð, æt.
Uppruni
Garðauppruni. (Holland fyrir 1901).
Harka
5
Heimildir
1,2,3
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Svíþjóð 1982, kelur ekkert, fallegir haustlitir.