Ribes irriguum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
irriguum
Íslenskt nafn
Lindastikill
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
R. oxyacanthoides ssp. irriguum (Douglas) Q.P. Sinnott
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grænpurpura til hvítleitur.
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
1-3 m
Vaxtarlag
Uppréttur, þyrnóttur runni, 1-3 m hár, sprotar hárlausir eða með mjúk dúnhár í byrjun, grá, greinar með fjölmarga þyrna.
Lýsing
Laufin 3-7 sm í þvermál, 3-5 flipótt, hárlaus ofan, dúnhærð eða ögn kirtilhærð á neðra borði. blómin 1-3 í drúpandi klösum, blómleggir stuttir, krónublöð öfugegglaga, bikarblöð tvisvar sinnum lengri en krónupípan. Berin 7-13 mm breið, hárlaus, svört.
Uppruni
V Bandaríkin (fjöll).
Harka
4
Heimildir
= 1, 28
Fjölgun
Sáning, síðsumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í þyrpingar og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta með þessu nafni, sem sáð var 1983 hefur ögn af og til og ber svört ber.