Ribes laxiflorum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
laxiflorum
Íslenskt nafn
Hélurifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðleitur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
Allt að 0.5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, útbreiddur, lágvaxinn runni, sprotar langir, mjúkdúnhærðir. Útbreitt vaxtarlag, langir jarðlægir sprotar sem skjóta rótum, myndar fljótt góða breiðu.
Lýsing
Lauf 6-1 sm í þvermál, kringlótt, hjartalaga við grunninn, 5-skipt, flipar egglaga, jaðrar sagtenntir, hárlaus ofan, nokkuð dúnhærð neðan. Blómskipun 6-8 sm, slakir, uppréttir klasar. Blómin 6-12, rauð, kirtildúnhærð, krónublöð blævængslaga, blómleggur miklu lengri en bikarinn.
Uppruni
Bandaríkin (Alaska til Kalifornía).
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beðjarðra (trjábeð), sem undirgróður.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til plöntur sem sáð var til 1981. Þær kala ekkert, vaxa vel, blómstra og bera ber árlegaHarðgerð og auðræktuð tegund sem á skilið meiri útbreiðslu.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin æt.