Ribes nigrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
nigrum
Yrki form
Nikkala XI
Íslenskt nafn
Sólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól. og skjól.
Blómalitur
Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
'Nikkala XI' er sænskt yrki, úrval úr sólberjarunnum frá N Svíþjóð.Mjög harðgerður, útbreiddur runni og jarðlægur, fremur seinþroska.
Lýsing
Klasarnir í minna lagi, berin mjög stór og einkar góð, heppileg til að borða beint af runnanum, ekki eins hentug í saft. Tína þarf oftar en einu sinni þar sem berin þroskast ekki samtímis. Gefur mikla uppskeru.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mikil mótstaða gegn mjölsvepp, spunamítlum.
Heimildir
http://www.vaxtwko.nu, http://.agropub.no,http://www.lbhi.is, http://sprl.ars.usda.gov
Fjölgun
Síðsumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Berin notuð í mauk, saft eða fryst.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, græðlingur frá Korpu 1983, með jarðlæga, uppsveigða sprota, stór ber og mikið magn gegnum árin (2011). Er á of þurrum og skuggsælum stað í Lytigaðinum.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin eru með lítið C-vítamín. Berin þroskast seinna en á 'Sunderbyn II'. Gott er að binda greinarnar upp.