Ribes nigrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
nigrum
Yrki form
Polar
Íslenskt nafn
Sólber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Sumargænn runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, runni sem hentar í limgerði og á stórar flatir, meðalkröftugur í vextinum, 1-1,5 m hár og 2-3 m breiður, uppréttur með slútandi greinar.
Lýsing
Klasarnir meðalstórir, berin eru stór, bragðdauf en afbragðsgóð í saft og sultu. Runninn ber mikið af berjum, sem þroskast snemma og samtímis.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur mótstöðuafl gegn mjölsvepp.
Harka
5
Heimildir
http://www.lbhi.is, http://www.sveplantinfo.se
Fjölgun
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Berin notuð í hlaup, mauk, saft og fryst.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Hefur reynst öruggur á höfuðborgarsvæðinu.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR. Blómin þola næturfrost.