Ribes oxyacanthoides

Ættkvísl
Ribes
Nafn
oxyacanthoides
Íslenskt nafn
Fjallastikill
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Grossularia oxyacanthoides (L.)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Maí-Júlí.
Hæð
-1m
Vaxtarlag
Þyrnóttur runni, allt að 1 m hár. Greinar eru grannar með 1 sm langa þyrna á liðunum og með stíf þornhár.
Lýsing
Lauf 2-4 sm, oftast breiðari en þau eru löng, hjartalaga, fremur snörp en ekki hárlaus, djúp 5-flipótt, verða hrukkótt, glansandi græn. Blómin stök eða tvö saman á stuttum leggjum, pípulaga, bikarflipar lengri en pípan, grænhvít. Berin 1 sm í þvermál, hnöttótt, purpurarauð, hárlaus.
Uppruni
Bandaríkin (rök runnaþykkni og fljótsbakkar).
Harka
2
Heimildir
= 1, 28
Fjölgun
Sáning, stiklingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1979 og 1982. Sú eldri kelur dálítið flest ár, er um 1 m há, engin ber 2011. Sú frá 1982 kelur næstum ekkert, er um 1,9 m há og var með ber 2011.