Ribes × pallidum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
× pallidum
Yrki form
'Hvid Hollandsk'
Íslenskt nafn
Rifsber / hvítrifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes spicatum Robson Hvid Hollandsk / Vita Hollänska, Ribes rubrum White Dutch, Vitte Parel
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Fölgrænn.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Yrkið kom fram fyrir 1929, uppruni í Hollandi. Þetta er elsta hvíta yrkið sem er þekkt. Lauffellandi runni sem er meira en meðalstór, 1-1,5 m hár og 2-3 m breiður, kröftugur, uppréttur, dálítið útbreiddur, þéttvaxinn, hraustur, myndar mjög mikið af berjum.
Lýsing
Laufin eru meðalstór, hálf-hjartalaga til þverstýfð við grunninn. Blómin eru þétt, í hangandi klösum, fáblóma eða með mörg blóm. Bikarpípa er grænleit, skállaga, hárlaus. Bikarflipar breið-snubbóttir, aðskildir, hárlausir, fölgrænir. Berjaklasarnir eru stuttir, meðalþéttir, 8-15 ber í hverjum, klasaleggir í meðallagi að lengd og grófleika. Berin eru gulhvít með milt, súrt bragð, sætara en hjá Rauð hollensk, ekki öll af sömu stærð, meðalstór til lítil, klasarnir meðalstórir. Berholdið er meðalsafaríkt, mildilega hálfsúr, gæðin mikil, fræ meðalmörg. Myndar gnótt af berjum.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
http://www.ars-grin.gov, http://www.bogront.no, http://www.landstolpi.is, http://www.sveplantinfo.se
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð. Berin notuð í saft, sultu og hlaup eða fryst.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem kom frá Gróðrarstöðinni Nátthaga 1995. Það vottaði fyrir kali stöku ár í byrjun, en plantan er vöxtugleg 2011 og ber gnótt af berjum árlega.Harðgert á Suðurlandi og gefur ágæta uppskeru í skjóli.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Berin eru góð í vín eða að borða beint af runnanum.Vex hóflega hratt.Berin þroskuð í ágúst-septemberRibes × pallidum Otto & F. Dietr. (Ribes petraeum × R. spicatum spicatum)