Ribes petraeum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
petraeum
Íslenskt nafn
Steinarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn, bleikur eða rauðgrænn.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
-1,5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, 1,5 m hár eða hærri, greinar kröftugar, hárlausar, grábrúnar.
Lýsing
Lauf 7-10 sm í þvermál, kringlótt, grunnur hjartalaga eða meira útflattur, 3-flipótt, flipar yddir, jaðrar tenntir, ögn dúnhærð á neðar borði í fyrstu, þykkna með aldrinum, a.m.k. dúnhærð á æðastrengjunum. Blómskipunin þéttblóma klasi, allt að 10 sm langur. Blómin smá, bjöllulaga, græn, bleik eða rauðgræn. Bikarblöð stutt, kringlótt, jaðrar randhærðir. Krónublöð allt að hálf lengd bikarflipanna. Stíll keilulaga. Ber rauð eða rauðsvört, súr.
Uppruni
V og M Evrópa (til fjalla).
Harka
6
Heimildir
= 1,7
Fjölgun
Sáning, síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, í óklippt limgerði, en samt snyrt eftir þörfum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1980 og önnur sem ekki er vitað um upprunann á. Þær kala ekkert, eru um 2 m háar 2011.