Ribes petraeum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
petraeum
Ssp./var
v. atropurpureum
Höfundur undirteg.
(C.A.Mey) Schneid.
Íslenskt nafn
Steinarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura og hvítleitur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, 1,5 m hár eða hærri, greinar kröftugar, hárlausar, grábrúnar.
Lýsing
Lauf allt að 15 sm í þvermál, 3-flipótt, hárlaus, ekki hrukkótt. Blómskipun 2-4 sm klasi, með um 15 blóm, blómin purpuralit á ytra borði en hvítleit innan. Diskur ekki með þykkan vef við grunn blómagnanna. Aldin svart-rautt.
Uppruni
Síbería.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Síðsumar- eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Óklippt limgerði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, til hennar var sáð 1980. Hún kelur lítið sem ekkert, er um 1 m há 2011.