Ribes rubrum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
rubrum
Yrki form
Losvar
Íslenskt nafn
Garðarifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænleitur til rauðleitur.
Hæð
1,5 m
Vaxtarlag
Yrkið Losvar er mjög harðgert sem kemur sér fljótt fyrir á nýjum vaxtarstað og vex vel. Lauffellandi, uppréttur, breiðvaxinn runni, 1,5 m hár, sem þekur jarðveginn vel.
Lýsing
Greinar eiga það til að brotna. Myndar mikið af berjum (en ekki jafn mikið og yrkið ´Altas). Þroskar ber snemma.Haustlitir fallega rauð-appelsínulitir.
Uppruni
Yrki.
Harka
6 ?
Heimildir
http://home.online.nohttp://www.draglandplanteskole.no
Fjölgun
Fjölgað með græðlingum eða með sveiggræðslu.
Notkun/nytjar
Gróðursetjið plönturnar með 2 m millibili.
Reynsla
Í Lystigaðinum eru til tvær plöntur, græðlingar frá 1983. Runnarnir kólu lítið eitt framan af en nú ekkert, eru 1,1 m háir og voru með ber 2011.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Losvar er villiplanta frá Tverrelvdalen í Noregi.