Ribes sanguineum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
sanguineum
Íslenskt nafn
Blóðrifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, strandplanta.
Blómalitur
Rauður eða rósrauður.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur, fremur þéttur runni, allt að 2 m hár, greinar útstæðar, snúnar, dúnhærðar aðeins í fyrstu, þyrnótta, kirtilhærða, ilmandi, rauðbrúnar.
Lýsing
Lauf 5-10 sm í þvermál, kringlótt, hjartalaga við grunninn, 3-5 flipótt, dökkgræn og ögn dúnhærð á efra borði, hvítlóhærð á neðra borði, laufleggir kirtil-lóhærðir. Blómskipunin 8 sm löng, upprétt eða hangandi, klasar þéttir, margblóma, blómgreinar kirtildúnhærðar. Blóm pípulaga, rauð eða rósrauð, bikarflipar lengri en pípan, krónublöð stutt, hálf lengd flipanna, bogadregin í endann, grunnur mjór, hvít eða rósbleik. Ber 1 sm í þvermál, dálítið kirtilþornhærð, blásvört, hvítmélug.
Uppruni
V Bandaríkin til Kaliforníu.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, síðsumar- og vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í suðurkanta á trjábeðum, sunnan undir húsvegg.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom frá gróðrastöðinni Mörk 1984. Hún hefur kalið meira eða minna gegnum árin. Blómstrar mismikið eftir árferði. Mikið af blómum 2011. Blómstrar ágætlega sum ár.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun erlendis sem ekki hafa verið reynd hér. T.d. 'Albescens', 'Plenum', 'Red Pimpernel', 'Tydemans White' og fleiri.