Ribes setosum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
setosum
Íslenskt nafn
Broddrifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
R. oxyacanthoides v. setosum (Lindl.) Dorn
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, vatnsbakkar.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
-1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, útbreiddur runni, allt að 1 m hár. Greinar þornhærðar og þyrnóttar, þyrnar allt að 2 sm langir, sýllaga.
Lýsing
Laufin 1-4 sm í þvermál, kringlótt, þunn, grunnur þverstýfður eða ögn hjartalaga, 3-5 flipótt, fín-dúnhærð. Blaðleggurinn styttri en blaðkan, Blómin 1-3 saman, pípulaga til bjöllulaga, hvít. Bikarflipar aftursveigðir, Ber allt að 1 sm í þvermál, hárlaus eða ögn þornhærð, rauð eða svört.
Uppruni
NV Bandaríkin.
Harka
6
Heimildir
= 1, 28
Fjölgun
Sáning, síðsumar- og / eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð og víðar.
Reynsla
Ein planta er til í Lystigaðinum, sem sáð var til 1982, næstum ekkert kal gegnum árin 1,9 m hár, með ber 2011.