Ribes stenocarpum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
stenocarpum
Íslenskt nafn
Gerðastikill
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauður.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2 m hár, greinar bylgjóttar, þétt þornhærðar og þyrnóttar, ljósbrúnar.
Lýsing
Lauf allt að 3 sm, kringlótt, 3-5 flipótt. Blómin 1-3 saman, rauð, bikar bjöllulaga. Krónublöðin varla nema hálf lengd bikarflipana, hvít. Ber 2,5 sm, aflöng, hálfgagnsæ, græn eða rauð.
Uppruni
NV Kína.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta með þessu nafni á skrá frá 1980. Hefur kalið dálítið gegn um árin.