Ribes uva-crispa

Ættkvísl
Ribes
Nafn
uva-crispa
Yrki form
Hinnomäki Röd
Íslenskt nafn
Stikilsber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes uva-crispa ´Hinnonmäki rot´, Lepaan Punainen, Hinnomäen Punainen
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn, bleikgrænn.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
0,5-1 m
Vaxtarhraði
Nokkuð hraðvaxta.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, kröftugur í vextinum, uppréttur og nokkuð hávaxinn, um 1 m hár.
Lýsing
Fremur fljótvaxið yrki, með nokkuð stór, hnöttótt, dökk (brúnrauð), bragðgóð, dálítið hangandi ber. Myndar gnótt af berjum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laus við mjölsvepp.
Harka
5
Heimildir
http://wundergartenwelt.de, http://www.bogront.no,http://www.sveplantinfo.se,http://www,laandstolpi.is,http://koju.de
Fjölgun
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Hlýr, skjólgóður vaxtarstaður. Berin eru góð að borða beint af runnanum.Nær árviss og mikil uppskera sunnan- og vestanlands.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til einn runni, græðlingur frá Nordplant 1985 sem hefur lítið sem ekkert kalið gegnum árin. Lítið af berjum 2011. Er á allt of þurrum og skuggsælum stað í Lystigaðinum.
Útbreiðsla
Uppruni: Finnland.