Ribes uva-crispa

Ættkvísl
Ribes
Nafn
uva-crispa
Yrki form
Hinnomäki gul
Íslenskt nafn
Stikilsber
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Ribes uva-crispa Hinnonmäen Keltainen. Hamameki, Hinnomaki (1890) (gula), ´Hinnonmäki gelb´, Osmolan keltainen.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Grænn, bleikgrænn.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, kröftugur í vextinum, uppréttur og nokkuð hávaxinn, um 1 m hár.
Lýsing
Lauffellandi, meðalkröftugur, uppréttur runni, dálítið útbreiddur, um 1 m hár. Meðalstór, lítið eitt hærð, bragðgóð, hnöttótt, gul, dálítið hangandi ber. Þroskuð ber gulgræn með þunnu hýði, sæt og góð fersk. Þroskar mikið af berjum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laus við mjölsvepp.
Harka
5
Heimildir
http://wundergartenwelt.de, http://www.sveplantinfo.se, http://www.bogront.no, http://www.bdn.ch, http://www.landstolpi.is
Fjölgun
Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Hlýr, sólríkur, skjólgóður vaxtarstaður. Berin eru góð að borða beint af runnanum.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
Uppruni: Finnland.