Ribes warszewiczii

Ættkvísl
Ribes
Nafn
warszewiczii
Íslenskt nafn
Síberíuribs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósrauður.
Blómgunartími
Blóm snemmsumars.
Hæð
-1.5 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni, allt að 1,5 m hár, mjög líkur R. spicatum.
Lýsing
Lauf allt að 9 sm, kringlótt, 3-5 flipótt, hjartalaga við grunninn, ljós dúnhærð á neðra borði, a.m.k á æðastrengjunum. Blómskipunin 5-7 sm, hangandi klasi með fölrauð blóm. Berin 1 sm í þvermál, hnöttótt, svartrauð, súr.
Uppruni
A Síbería.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1981, fræið var frá Moskvu. Hefur ekkert kalið gegnum árin, var með ber 2011.