Ribes watsonianum

Ættkvísl
Ribes
Nafn
watsonianum
Íslenskt nafn
Ameríkurifs
Ætt
Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Samheiti
Grossularia watsoniana (Koehne) Coville & Britton
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, bleikleitur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-2 m
Vaxtarlag
Hávaxinn, lauffellandi runni, 1-2 m hár, greinar uppsveigðar til uppréttar, ríkulega gráhærðar og með kirtilhár, mjög lítið ef nokkuð þornhærðar, 1-3 þyrnar á liðunum, 3-7(-10) mm, engir broddar milli liðanna.
Lýsing
Laufleggir 2-4 sm, smádúnhærðir til dúnhærðir, með kirtilhár, blaðkan breið-þríhyrnd, 3-5 flipótt, skipt minna en ½ leið að miðtauginni, aftur 2-5 skipt, 2-5 sm, grunnur þverstýfður eða hjartalaga, þéttsmádúnhærð til dúnhærð bæði ofan og neðan, kirtilhár gróf smábogtenntir, oddur bogadreginn, flipar breiðir, bogadregnir jaðrar. Blómskipunin hangandi, blómin stök eða í 2(-3) blóma klösum, 2-4 sm, blómleggir dúnhærðir-kirtilhærðir. Blómleggir er ekki liðskiptur, 2-3 mm, kirtilhærðir, stoðblöð framtennt, 2-3 mm, dúnhærð, kirtilhærð. Blómbotninn grænleitur eða með rauðleitan blæ, pípulaga-bjöllulaga, 2,5-3 mm fín löng mjúk hár, lítið kirtilhærð, bikarblöðin skarast ekki, aftursveigð, rjómalit með bleika slikju, mjó-aflöng, 5,5-9 mm, krónublöð samanlukt, upprétt, hvít, bleikleit, aflöng, ekki áberandi uppundin, 3,5-4 mm, hunangsdiskur ekki áberandi eða innundin, fræflar jafnlangir og/eða ögn lengri en krónublöðin, frjóþræðir bandlaga, 2-3 mm, hárlausir. Frjóhnappar hvítir, aflangir 0,8-1,2 mm, oddur bogadreginn, eggleg þétt-kirtilhærð-þornhærð. Stíllinn samvaxinn að ¾ af lengd sinni, 6 mm, hárlausir. Bragðgæði berja ekki þekkt, rauðleit, hálfhnöttótt, 10 mm í þvermál, þétt gulþyrnótt.
Uppruni
N Ameríka (Bandaríkin (Cascade Range í Oregon, Washington og British Columbia, Alberta).
Heimildir
www.efloras.org Flora of N America
Fjölgun
Sáning, síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var 1981, fræið var frá Leningrad. Plantan hefur kalið mismikið gegnum árin og var með ber 2011.
Útbreiðsla
VAXTARSTAÐIR: Gljúfur og ásar í 1300-2200 m hæð