Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'F.J. Grootendorst'
Höf.
(Skinner 1924) Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae),
Samheiti
Rosa Red Grootendorst.
Lífsform
Sumargræn runnarós.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Blóðrauður.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Þetta er stór og mikil runnarós og ígulrósar (R. rugosa) blendingur. Runninn verður 90-120 sm hár og 120-180 sm breiður með þyrnóttar greinar og fallegt dökkgrænt lauf, er lotublómstrandi.
Lýsing
Kynbætt af Hollendingnum de Goey.Foreldrar: R. polyantha Madame Norbert Levasseur × R. rugosa.Blómin eru smá, blóðrauð, ofkrýnd, ilma mjög lítið, er yfirleitt í blóma frá vori fram á haust. Blómin eru í stórum klösum, þéttfyllt, blóðrauð, krónublöðin kögruð.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Hefur viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
Z3
Heimildir
Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - ReykjavíkPetersen, V. 1981: Gamle roser I nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.michiganbulb.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/63845/#b
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, ágræðsla.
Notkun/nytjar
Hraust planta, sem hefur viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp. Getur þrifist í mögrum jarðvegi og hálfskugga. Einn allra besti blómstrandi runninn, þolir svalt loftslag og er auðræktaður. Blómstrar á ársprotunum. Best er að klippa rósina snemma til að nývöxturinn verði sem mestur.Sólríkur vaxtarstaður. Vel framræstur jarðvegur.
Reynsla
Rosa F.J. Grootendorst' var keypt í Lystigarðinn 1992, dauð. Önnur planta var keypt 1996 og gróðursett í beð sama ár, flutt í annað beð 2003, kelur dálítið sum árin. Vex vel og blómstaði 2008 og blómstraði þá, engin blóm 2009.