Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Harrison's Yellow'
Höf.
Harison USA , (c. 1830)
Íslenskt nafn
Geislarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa × harisonii Rivers, Yellow Rose of Texas.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreingulur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
150 sm
Vaxtarlag
Rosa Harisons Yellow er blendingur R. foetida 'persiana'× R. pimpinellifolia L. sem kom fram í Bandaríkjunum hjá Harison 1830. Þessi R. foetida-blendingur er með hreingul blóm, blómstra einu sinni og ilmar lítð.Uppréttur runni, stöku sinnum með rótarskot, verður 150 sm hár og um 130 sm breiður. Greinarnar 50-200 sm langar/háar.
Lýsing
Lauf sumargræn, grágrænt að lit, smálauf 5-9, oddbaugótt, kitrtilhærð á neðra borði, jaðrar með samsettar kirtiltennur. Engin stoðblöð. Blómin á stuttum leggjum í löngum röðum eftir greinunum. Blómsætið með þornhár. Blómin stök, á stuttum stilk, hálffyllt, 5-6 sm í þvermál, ilma lítið og eru með óþægilega lykt. Bikarblöð flipótt í endann, lítið eitt hærð á neðra borði, jaðrar með kirtla, upprétt og lengi á nýpunum. Krónublöðin hreingul. Laufið grágrænt. Hjúpar/nýpur næstum svartar, hliðflatar, með þornhár.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Með viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
H4, Z3
Heimildir
Cullen, J. & al. The European Garden Flora, VI, Cambridge Univ. Press 1995, Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber. København 1981, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www.hesleberg.no,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,davesgarden.com/guides/pf/go/64679/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. Næstum ómögulegt er að láta græðlinga rætast segja sumar heimildir. Plöntunni er fjölgað með brumágræðsla á ágræðslurót. Mælt er með að gróðursetja ágræðslubrumið á um 15 sm dýpi og koma þannig í veg fyrir að ágræðslurótin myndi rótarskot.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga, skuggþolin segja aðrar heimilir. Vex betur en R. foetida Persian Yellow´ og þolir regn betur en hún og hentar því betur með ströndum fram.
Reynsla
Rosa Harisons Yellow var til í Lystigarðinum, planta sem keypt var 1993, lifði til 1998. Önnur sem keypt var 1996 og gróðursett það ár, flutt í annað beð 2003. Hún þrífst vel og blómstrar mikið, lítið kal. Geislarósin þrífst vel í görðum á Akureyri.
Útbreiðsla
ADRAR UPPLÝSINGAR:Saga ljóðsins The Yellow Rose of Texas er frá 1830 og í frelsistríði þegar Texas var að brjótast undan Mexikó.