Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Marie Bugnet'
Höf.
(Bugnet 1963) Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Snjóhvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Rósarunni, harðgerður og þéttvaxinn með rauðleitar greinar, sem þykir fallegt að vetrinum.
Lýsing
Foreldrar: ('Therese Bugnet' x seedling) x 'F. J. Grootendorst'Rosa 'Marie Bugnet' er kanadísk rós og ígulrósarblendingur (R. rugosa). Knúbbarnir langyddir, rjómahvítir en verða snjóhvít þegar þeir springa út. Blómin eru um 7 sm breið, hreinhvít með 17-25 krónublöð, hálffyllt-léttfyllt, smá, ilmandi, ilma mikið, ilmurinn sætur. Blómstrar af og til allt sumarið. Laufið hraust og laust við sjúkdóma.Runninn er 0,9-1,2 m hár og álíka breiður, harðgerður og þéttvaxinn. Greinar rauðleitar, sem þykir fallegt að vetrinum. Engir nýpur.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
http://www.davesgarden.com, http://www.elkorose.com/ehwrmn.html, http://www.naturehills.com, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, jennysgarden.com/Rosa-Therese-Bugnet-html
Fjölgun
Sumar- síðsumat- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, rótarskot.
Notkun/nytjar
Sem stakstæður runni, í ker, í limgerði, í þyrpingar. Sólríkur vaxtarstaður.
Reynsla
Kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR:Rosa 'Marie Bugnet' er á eigin rót og þegar rósir á eigin rót hafa einu sinni náð rótfestu eru þær næstum ódrepandi. Fari svo að sprotarnir kali niður í vetrarhörkunum þá vaxa nýjir upp að vorinu og rósin sem hefur endurnýjað sig er alveg eins og sú sem keypt var.