Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Henry Hudson'
Höf.
(Dr. Felicitas Svedja 1976) Ottawa, Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-100 sm
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Rosa Henry Hudson er Rosa rugosa blendingur og ein svonefndra explorer rósa, ein sú besta af þeim hópi, fræplanta af 'Schneezwerg'. Þetta er lágvaxinn, kröftugur runni, 90-100 sm hár og um 100 sm breiður, mjög blómviljugur alveg fram í frost.
Lýsing
Knúbbar eru bleikhvítir, blómin þéttfyllt og skínandi hvít og með fallega, gula fræfla, ilma mikið, krónublöðin 20-40. Nýpur fjölmargar. Lauf dökkgrænt, mjög hraust. Fallegir haustlitir.Mjög góð þekjurós þar sem rósin er fremur lágvaxin, þétt og vaxtarlagið er útbreitt.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Með viðnámsþrótt gegn svartroti of mjölsvepp.
Harka
Z2
Heimildir
Hjörtur Þorbjörnsson, Grasagarði Reykjavíkur,http://www.hesleberg.no, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbmlhttp://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/explorerroses.html,www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, www.canadianrosesociety.org(CRSMembers/Resources/RosePhotos/ExplorerRoses/tabid/70/Default.aspx, www.learn2grow.com/plants/rosa-rugosa-henry-hudson/, www.finegardening.com/rosa-rugosa-henry-hudson
Fjölgun
Sumargræðlingar (rætast auðveldlega), rótarskot að haustinu.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, en talin skuggþolin af sumum heimildum, öðrum ekki, 2 plöntur á m². Þolir þurrk og seltu. Mjög harðgerður og nægjusamur runni, með mikla mótstöðu gegn sjúkdómum, notaður t.d. sem stakur runni, í ker, í limgerði, í blandaðar raðir runna, sem þekjurós.
Reynsla
Rosa Henry Hudson kom sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Mjög góð og harðgerð í Reykjavík.
Útbreiðsla
Nafnið er komið frá enska sæfaranum Henry Hudson (1565-ca.-1611), sem og nafnið á einu fljóti og flóa í N-Ameríku.