Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Martin Frobisher'
Höf.
(Dr. Felecitas Svejda 1968) Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa 'Martin Froebisher'.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hlýbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
200 sm
Vaxtarlag
Rosa Martin Frobisher er ein af svonefndum 'explorer' rósum og R. rugosa blendingur. Kröftug runni, fallegur í vextinum, 200 sm hár og 150 sm breiður. Börkur rauðbrúnn, efri hluti greina þyrnalaus. Mjög harðgerður.
Lýsing
Blómin hlýbleik með mikinn ilm, lotublómstrandi. Rauðbrúnn börkurinn og efri hluti greinanna er þyrnalaus. Talin mjög frostþolin.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæmur fyrir svartrot, ryðsvepp og mjölsvepp.
Heimildir
http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, jennysgarden.com/Rosa-Martin-Frobisher-html
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- og vetrargræðsla, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður. Í blönduð beð, sem limgerði, sem stakur runni.
Reynsla
Rosa Martin Frobisher var keypt í Lystigarðinn 1996, plantað sama ár í beð og flutt í annað beð 2003, Þetta er orðinn stór runni sem kelur lítið eitt sum ár, vex annars vel og blómstrar.