Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Blanche Double de Coubert'
Höf.
(Cochet-Cochet 1892).
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Snjóhvítur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Þetta er kröftugur R. rugosa-runni, 50-100 sm hár getur orðið allt að 200 sm hár og 150 sm breiður. Greinar gamalla runna skjóta oft rótum.
Lýsing
Foreldrar: R. rugosa x 'Sombreuil' (terós). Þetta er Rosa rugosa-blendingur, blómin stór, 12 sm breið, flöt, fyllt, snjóhvít með silkiáferð og gula frjóhnappa í miðju. Rósin er síblómstrandi frá júní (erlendis) lokum fram á haust, blómin eru með mikinn og þægilegan ilm. Þau eru mjög falleg þegar þau opnast. Laufin eru dökk, glansandi græn, haustlitir gulir, burstakennda þyrnar á greinum kröftugir. Nýpur eru breiðar, flöskulaga, skínandi skarlatsrauðar að lit.'Blance Double de Coubert' er ein besta hvíta garðarósin, en varla jafn kröftug og Rosa rugosa Alba, en að minnsta kosti jafn falleg.Harðgerð planta.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z2
Heimildir
Nicolaisen, Åge 1975: Rosernas Bog - København, Petersen, V 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981, Roy, Hay & Patrick Synge 1969: The Dictionary of Garden Plants in Colour with House and Greenhouse Plants. - George Rainbird LTD 1969 (Svensk översättninga och bearbetning Sven Nilson 1974. Örebro 1974), http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,https://www.rhs.org.uk/Plants/92697/Rosa-Blanche-Double-de-Coubert-%28Ru%29/Details, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Síðsumargræðlingar, brumágræðsla.
Notkun/nytjar
Þarf sólríkan vaxtarstað.
Reynsla
Rosa 'Blance Double de Coubert' var keypt í Lystigarðinn 1996 og gróðursett í þeð beð sama ár, flutt í annað beð 2003, kelur lítið, vex vel en blómstrar ekki.