Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Polstjärnan'
Höf.
(Wasastjärna 1937) Finnland.
Íslenskt nafn
Pólstjarnan
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Rosa beggeriana Polstjernen, 'Polarstern', Climber (Polar Star) Wasastjärna, White Star of Finland.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
300-400 (500) sm
Vaxtarlag
Rosa Polstjärnan er Rosa beggeriana blendingur, flækjurós eða klifurrós, ein harðgerðasta klifurrós heimsins. Runninn er mjög harðgerður og kröftugur, getur orðið meira en 300 sm (allt að 550 sm) hár og 200 sm (allt að 550 sm) breiður. Greinarnar geta orðið 400 sm langar, líka á köldum svæðum. Lifir af við lágt hitastig og vind.
Lýsing
Blómin smá, hálffyllt, (krónublöðin 9-16 talsins), ilmlaus, hvít koma í stórum klösum þegar runninn blómstrar. Blómgun stendur í fáeinar vikur frá því seinast í júlí og fram í september, hér aðallega í ágúst.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Mjölsveppur.
Harka
Z2
Heimildir
Bjarnason, Á.H. ritstj. 1996: Stóra garðblómabókin Alfræði garðeigandans - Reykjavík, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.hesleberg.no, http://www.roseexpert.no/nordic.htm, http://www3.sympaico.ca/galetta/tales/scotsroses.html,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP
Fjölgun
Sumar-, síðsumar eða vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
'Pólstjarnan' er yfirleitt mjög hraust og harðgerð, verður stöku sinnum fyrir því að sýkjast af mjölsvepp.Þarf ekki mikla umönnun og getur þrifist vel í fremur mögrum jarðvegi. Ein planta á m². Hægt að rækta hana sem stakan runna en þá þarf að vera rúmt um hann. Hann getur þakið vegg á 2 hæða húsi algjörlega og hægt er að láta hann klifra upp gamalt tré. Höfð sem runni, stök, á tígulgrind, súlu, á laufskála og til að þekja jörðina eða í skrautblómabeð og getur rósin vaxið upp tré. Varist að klippa hana mikið að vorinu þar sem blómin koma á sprota fyrra árs. Þolir skugga en nýtur líka sólarinnar vel.
Reynsla
Rosa Polstjärnan var keypt í Lystigarðinn 2008, gróðursett í beð sama ár, óx vel 2008 en rétt lifði 2009. Annars þrífst þessi rós vel í görðum á Akureyri, verður 2-4 m há og er þakinn blómum í ágúst.Mjög harðgerð og hefur reynst vel hérlendis.