Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Wasagaming'
Höf.
(Skinner 1939) Kanada.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól/hálfskuggi og skjól.
Blómalitur
Djúpbleikur-rauðbleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
90-120 sm
Vaxtarlag
Foreldrara: (Rosa rugosa Thunb. x Rosa acicularis Lindl.) x Bourbon 'Grüss an Teplitz'. Kynbætt af Skinner 1938, skráð og komið á framfæri 1939 í Kanada. Wasagaming er ígulrósrablendingur. Runninn er mjög kröftugur og gróskumikill, 90-120(-185) sm hár og álíka breiður. Runninn er blómviljugur og blómstrar í lotum frá því hann byrjar að sumrinu og fram á haust.
Lýsing
Blómin eru falleg, skállaga, djúpbleik-rauðbleik, fyllt með 36 krónublöð, ilmandi eins og gömul garðrós, standa lengi. Laufin eru djúpgræn, falleg að haustinu. Nýpurnar eru skrautlegar að haustinu.Plantan myndar mikið af rótarskotum.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Svartrot, mjölsveppur.
Heimildir
1, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm, davesgarden.com/guides/pf/go/172671/#b, www.finegardening.com/wasagaming-rugosa-rose-rosa-rugosa-wasagaming, www.helpmefind.com/rose/l.php?l=2.6483
Fjölgun
Fjölgun til dæmis með því að stinga á rótarskot síðsumars/að haust þ.e. stinga sundur rótina sem tengir rótarskotið við móðurplöntuna eins nálægt henni og hægt er. Látið rótarskotið standa kyrrt á sínum stað fram til næsta vors, því þá getur það myndað eigin rætur. Flytjið síðan nýju plöntuna á framtíðarstað.
Notkun/nytjar
Mjög harðgerð. Svolítið viðkvæm fyrir svartroti.Sólríkur vaxtarstaður þar sem vel loftar um plöntuna, en getur þrifist í dálitlum skugga. Gott er að dreifa safnhaugamold ofan á jarðveginn kringum plönuna eftir að henni hefur verið plantað og svo á hverju vori og hausti upp frá því. Notuð í beð og kanta, í limgerði og sem stakar plöntur.
Reynsla
Wasagaming var keypt í garðinn 1996 og gróðursett í beð það sama ár, var flutt í annað beð 2003, kelur lítið sem ekkert, blómstrar árlega. Einnig kom hún sem græðlingur í Lystigarðinn frá Grasagarði Reykjavíkur 2004, óvíst að hafi lifnað. Fín í Reykjavík.