Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Mont Blance'
Íslenskt nafn
Garðarós, ígulrós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til lítill skuggi.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
80-200 sm
Vaxtarlag
Rosa ´Mont Blance er mjög harðgerður ígulrósarblendingur. Runninn er stór, 80-120 sm hár eða hærri og álíka breiður.
Lýsing
Blóm eru hreinhvít, með lillalitri slikju, hálffyllt, ilmar vel og er lotublómstrandi. Nýpur eru fallegar, rauðar. Gulir haustlitir.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp, ryðsvepp.
Harka
2
Heimildir
1, http://www.elkorose.com/ehwrmn.html, http://www.uvm.edu, davesgarden.com/guides/pf/go/191619/#b
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, sem stakstæður runni, í blönduð beð. Runninn er seltu- og vindþolinn.
Reynsla
Harðgerður runni.
Yrki og undirteg.
.