Rosa

Ættkvísl
Rosa
Yrki form
'Hansa'
Höf.
(Schaum and Van Tol 1905) Holland.
Íslenskt nafn
Ígulrós, garðarós
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (-hálfskuggi).
Blómalitur
Rósbleikur / rauðfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
100-200 sm
Vaxtarlag
Rosa Hansa er Rosa rugosa blendingur, kom fram með kynbótum í Hollandi 1905 og er einn sá besti. Kröftugur grófgerður runni með skriðular jarðrenglur, þétt þyrnóttur, sem verður 150(-200) sm hár og álíka breiður. Harðgerð planta og hraust.
Lýsing
Runninn er með stór, vöxturinn gisinn, greinarnar langar, rósbleik/rauðfjólublá, stór, hálffyllt, opin blóm, allt að 11 sm breið og með mjög mikinn ilm, síblómstrandi. Stilkarnir eru mjög þyrnóttir, nýpur eru margar, mjög stórar, glansandi, appelsínurauðar (góðir í matargerð), þær þroskast eftir að krónublöðin eru fallin. Laufið er dökkgrænt, dæmigert ígulrósalauf, sem fær fallega haustliti.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Með viðnámsþrótt gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
Harka
Z2
Heimildir
= Petersen, V. 1981: Gamle roser i nye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981,Thørgersen, C.G. 1988: Synopsis of Broadleved Trees and Shrubs cultivable as Ornamentals in Boreal Sweden Umeå, http://www.elisanet.fi/simolanrosario/a-uudet-sivut/uudet-ruusulistat/rosarugosa.html, http://www.hesleberg.no, http://www.horticlik.com/p/rosa_winnipeg_parks_shrub_-_parkland1.hbml, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.floweringshrubfarm.com/rugosa.htm,www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, davesgarden.com/guides/pf/go/53320/#b
Fjölgun
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. Skipting.
Notkun/nytjar
Sólríkur vaxtarstaður, en talin skuggþolin. Ein planta á m².Hætt við að sýna járnskortseinkenni, of mikið kalk veldur því að laufin verða gul. Nægjusamt yrki, sem hægt að rækta í kerjum. Plöntur í kerjum þarf að vökva vel. Notuð í limgerði og í beð, við sumarbústaðinn. Sníðið veikbyggðar greinar af.Nafnið Hansa er komið frá upphaflega ræktandanum.
Reynsla
Rosa Hansa' var keypt í Lystigarðinn 1989 og gróðursett í beð sama ár, kelur lítið. Nú 2008-2009 er plantan orðin aðþrengd, komin í of mikinn skugga, kelur mismikið, vex dálítið og lifir en blómstrar ekki. Þrífst annars vel í görðum á Akureyri.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja af Rosa rugosa er í ræktun hérlendis t.d. 'Alba', 'Anges, 'Grootendorst', 'Hansa' 'Schneezwerg', 'Fru Dagmar Hastrup', 'Møje Hammerberg', 'Pink Grootendorst' og fleiri.